Íslandsbanki samstarfsaðili Iceland Tourism Investment

IMG_1591Íslandsbanki hefur skrifað undir samstarfssamning við Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition. Ráðstefnan og sýningin verður haldin í fyrsta sinn í Hörpu dagana 29. febrúar til 1. mars. Íslandsbanki hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu hérlendis og lítur á ráðstefnuna sem góðan vettvang til umræðna um enn öflugri og hagkvæmari ferðaþjónustu.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu rekstraraðila, fjárfestingasjóða, banka, stofnanda og fjárfesta á öllum þáttum sem við koma rekstri og fjárfestingum í ferðaþjónustu, efla faglega umræðu og styðja við alla uppbygginu í greininni. Á sýningunni munu birgjar ferðaþjónustunnar kynna nýjustu vörur og starfsemi.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka

„Við erum mjög ánægð að vera þátttakendur í Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition þar sem við munum nýta tækifærið til að læra af reynslu annarra og miðla okkar. Núna þegar við sjáum fram á áframhaldandi fjölgun ferðamanna er mikilvægt að við vöndum til verka og ræðum fjölbreytta ferðaþjónustu til að styrkja greinina enn frekar.“ 

Á myndinni eru, frá vinstri, Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Viktoría Sveinsdóttir, stofnandi og forstjóri Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition og Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.